Icelandic
Icelandic
Brochure 1
Brochure 2
<<

Kæra frú, kæri herra,

Að segja eitt og að meina annað: fyrir fólk með málstol er þetta hversdagslegur hlutur. Málstol er að finna um allan heim og getur komið fyrir alla. Í heiminum eru meira en 5 milljónir fólks sem þjáist af þessum sjúkdómi.

Hér hefur þú upplýsingadreifirit um málstol: tungumálaörðuleika sökum heilaskaða sem gerir fólk allt í einu óhæft til að tala, skilja, lesa eða skrifa eðlilega.

Þessi dreifirit eru gefin þér án kostnaðar frá Alþjóðlegt félag málstols (Association International Aphasie). Þetta félag hefur, meðal annars, það markmið að upplýsa fólk á heimsvísu um þessa málfötlun.

Við getum gefið þér þessi dreifirit vegna hjálpar frá staðbundnum málstolafélögum sem unnu saman með Alþjóðlegu félagi málstols, og einnig vegna stuðnings ólíkra Rotary klúbba.
Þessi dreifirit eru ætluð til að upplýsa sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Við biðjum ykkur um að dreifa þessum ritum innan félaga ykkar eða sjá til þess að þau endi á réttum stöðum. Þeir geta verið t.d. taugafræðideild á spítölum, endurhæfingarstöðum, mállæknastofu, eða hagsmunafélögum sjúklinga í landinu þínu.

Við vonumst til að geta þjónustað þig með þessum upplýsingum, og við sérstaklega vonumst til að geta hjálpað fólki sem þjáist af málstoli frá því að enda í samfélagri einangrun. Ef þú hefur einhverja spurningar eða tillögur, hafðu samband við undirskrifaðan (helst á ensku).

Með kærri kveðju, ykkar

ASSICIATION INTERNATIONALE APHASIE

Frú Monique Lindhout.

made possible by Rotary